fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Ekki 300 milljónir

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. október 2007 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

800px-flag_of_europesvg.png

Ég hef það frá mönnum sem eru miklu fróðari en ég og engum öfgamönnum að við munum ekki þurfa að gefa upp aflaheimildir eða veiðirétt í íslenskri lögsögu þótt við gengjum i Evrópusambandið. Þetta snýst um veiðireynslu í íslensku lögsögunni og það sem í Evrópusambandinu er kallað „hlutfallslegur stöðugleiki“.

Spánverjar eða Portúgalir munu heldur ekki geta krafist þess að komast í íslenska fiskistofna með því að fara með kröfur þess efnis fyrir Evrópudómstólinn.

Breytingin gæti hins vegar orðið önnur og ekki síður umdeild. Ef við gengjum í Evrópusambandið myndum við ekki geta meinað útlendingum að fjárfesta beint í íslenskum sjávarútvegi. Undanþágu fyrir slíkt myndum við ekki fá.

Þetta myndi valda deilum. Margir stjórnmálamenn hafa þó staðhæft að kominn sé tími til að breyta þessum lögum. Þau eru óneitanlega eru dálítið skrítin í ljósi þess að Íslendingar fjárfesta í stórum stíl í sjávarútvegi út um allan heim og skip frá okkur eru að veiðum um öll höf.

Íslendingar eru gjarnari á að taka en gefa. Kannski er það arfleifð frá því þegar forfeður okkar rændu suður í Evrópu. En ég held að það sé heilladrjúgt fyrir mannkynið að Íslendingar eru 300 þúsund en ekki til dæmis 300 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk