fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Rónar og reykjavíkurrómantík

Egill Helgason
Sunnudaginn 14. október 2007 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega eru fáir borgarar í Reykjavík í jafnmiklum daglegum samskiptum við þá stétt manna sem kallast rónar og ég. Það helgast af því að ég bý í miðbænum og líka því að þeir þekkja mig í sjón og gefa sig á tal við mig. Sumir eru nánast í áskrift hjá mér að smápeningum, aðrir eru málkunnugir mér og eru stundum ágætlega viðræðugóðir, sumir eru svo vandir að virðingu sinni að þeir sníkja aldrei nema þegar þeir eru í mjög slæmu ástandi.

Einn af þessum vinum mínum hryllir sig alltaf rosalega þegar hann er búinn að betla af mér. Svo er sjálfsvirðingunni misboðið.

Ég hef skrifaði um þau viðbrögð fólks við upphlaupi rónans á Tjarnarbakkanum að þau væru dæmi um aumingjadýrkun. Það var kannski ekki alveg nákvæmt orðalag (þótt aumingjadýrkun í íslenskri menningu sé mjög verðugt rannsóknarefni). Þetta er frekar dæmi um þá afstöðu að við séum öll meira og minna fórnarlömb samfélags sem leikur okkur grátt, að okkur sé eiginlega ekki sjálfrátt:

Róninn hrópar og heimtar að samfélagið geri eitthvað fyrir sig, allir kinka kolli og hugsa – þessi maður hefur sætt illri meðferð.

Ég hef sagt að við þurfum að gera eitthvað í rónavandamálinu í miðborginni. Ýmsir hafa brugðist við og sagt að þetta sé bara partur af borgarlífinu. Gallinn er bara að rónarnir eru óvenju áberandi hér. Áfengissýki er mjög útbreidd í samfélagi okkar, miðbærinn er lítill, flestir sem eru edrú aka um á bílum, og fyrir vikið verða rónarnir meira áberandi – stundum liggur við að þeir taki alveg völdin kringum Lækjartorgið.

Lausnin þarf ekki að vera grimmilegri en að fjölga plássum á meðferðarstofnunum og drykkjumannahælum, ekki síst fyrir þá sem eru verst haldnir af fíkninni. Verstu búllurnar eiga varla heima við Laugaveginn eða fjölförnustu verslunargötur – eða er það ekki alveg sjálfsagt? Lögreglan þarf líka að vera duglegri að taka úr umferð þá sem eru í verstu ástandi – ég hef sjálfur þrisvar sinnum á þessu ári hringt á aðstoð fyrir menn sem virtust nánast vera í andateygjunum af ofneyslu.

Annað er auðvitað verra. Þetta eru ekki bara rónar af gamla skólanum. Ég talaði við lögreglumann niðri í bæ um daginn. Við minntumst á náunga sem var að þvælast um Lækjartorg heldur illa til reika. Lögregluþjónninn sagði að því miður væri þetta einn af fáum rónum af gamla skólanum – einn af þeim sem drykki bara brennivín. Flestir hinir væru líka í dópinu.

Það var kannski einhver smá reykjavíkurrómantík yfir gömlu hafnarstrætisrónunum, en yfir eiturfíklum – nei varla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk