fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Mistæk nóbelsnefnd

Egill Helgason
Laugardaginn 13. október 2007 17:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ecfc56b3-7edf-41e6-b352-795092626039h2.jpg

Heimurinn er fullur af friðarverðlaunahöfum Nóbels sem áttu ekki skilið að fá verðlaunin: Henry Kissinger, Jimmy Carter, Simon Peres, Mikael Gorbatsjov, Elie Wiesel, Kofi Annan.

Er ekki dálítið sennilegt að Al Gore fylli þennan flokk? Er ekki nóbelsnefndin að elta tískustrauma þegar hún veitir honum verðlaunin?

Og svo þeir sem eru ekki lengur meðal vor en áttu ekki heldur skilið að fá svona verðlaun: Menachem Begin, Anwar Sadat, Le Duc Tho, Yasser Arafat, Dag Hammarskjöld.

Svo má líka spyrja hvort sérstök ástæða sé til að verðlauna stofnanir sem eru bara að vinna vinnuna sína – eins og til dæmis Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóða kjarnorkumálastofnunina eða Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Friðargæsla SÞ fékk verðlaunin nokkrum árum fyrir klúðrið í Bosníu og Rúanda.

En svo eru auðvitað til magnaðir einstaklingar og félög sem hafa sannarlega átt skilið að fá svona viðurkenningu: Albert Schweitzer, Desmond Tutu, Shirin Ebadi, Aung Saan Su Kyi, Martin Luther King, Læknar án landamæra.

Þetta er samt einum og ójafnt hjá nóbelsnefndinni til að þessi verðlaun séu almennilega marktæk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?