fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Sögulegur borgarstjórnarfundur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. október 2007 23:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að borgarstjórnarfundir séu stundum hálf leiðinlegar samkomur. Á myndum sem ég sá úr borgarstjórn í sjónvarpinu um daginn virðast sumir borgarfulltrúarnir vera sofandi en Björk Vilhelmsdóttir sat og prjónaði.

Mamma mín sem var kennari í marga áratugi sagði að fátt þyldi hún verr en þegar nemendur prjónuðu í tíma.

En borgarstjórnarfundurinn á morgun ætti að verða öðruvísi. Verulega spennandi. Ég sé að ungliðar úr andstöðuflokkunum i borgarstjórn er að hvetja fólk til að mæta á pallana. Það verður kannski ekki stemming eins og í Gúttóslagnum þegar fætur voru rifnir undan stólum og þeir notaðir sem barefli, en þetta ætti að verða sögulegur fundur – aðalleikendurnir í málinu verða metnir eftir frammistöðu sinni á honum.

REI málið hefur aldeilis undið upp á sig. Í gær virtist um tíma eins og það væri að renna út í sandinn. Nú er einkum tekist á um þrennt: Trúverðugleika borgarstjóra og sannsögli; hvort vit sé að selja hlut Orkuveitunnar í REI, hversu mikla hreinstefnu menn aðhyllast í því efni; og svo eru það innanflokksátökin í Sjálfstæðisflokknum sem krauma undir. Maður skyldi ekki vanmeta hvað þau eru alvarleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“