fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Laxness á Angleterre

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. september 2007 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

hotel_dangleterre_front.jpg

Það var frægt á Íslandi að Halldór Laxness gisti alltaf á Hótel Angleterre við Kóngsins Nýjatorg. Íslendingar sem komu til Kaupmannahafnar mændu upp í glugga hótelsins í lotningu af því þeir vissu að nóbelskáldið hafði sofið þar.

Fyrir nokkrum árum gisti ég þrjár nætur á Angleterre. Í anddyri hótelsins hangir uppi tafla með nöfnum frægs fólks sem hefur gist á hótelinu. Mér fannst þetta hálf plebbalegt. Þarna voru einhverjir þjóðhöfðingjar en líka fólk í ætt við Liberace, Barböru Streisand og Michael Jackson. Svoleiðis týpur.

En nafn Halldórs Laxness var hvergi að sjá. Samt er hann frægasti gestur hótelsins í huga okkar Íslendinga.

Nú þegar Íslendingar hafa eignast Angleterre verður örugglega úr þessu bætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins