fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Við megum, þið ekki

Egill Helgason
Föstudaginn 24. ágúst 2007 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjarasamningar eru framundan og það er skrítið ástand. Þeir hópar sem hafa tök á að skammta sér laun hafa hækkað svo rosalega að annað eins hefur ekki sést í þessu landi. Það er enginn forstjóri eða verðbréfasali svo aumur að hann sé ekki með að minnsta kosti tíu sinnum hærra kaup en meðaljóninn.

Nú stíga talsmenn þessara hópa fram og segja að ekki megi hækka kaupið hjá hinum því þá fari allt á hvolf.

En hækkanirnar eru orðnar svo miklar að það er engin leið að taka mark á þessu. Svona tal eins og hvað annað lélegt grín. Skilaboðin eru: Við megum, þið ekki. Eftir það sem hefur verið að gerast hér síðustu árin er ekki hægt annað en að hækka laun starfstétta eins og lögreglumanna, fóstra, hjúkrunarfólks og kennara verulega.

Þess vegna gæti stefnt í átök á vinnumarkaði. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða afstöðu ríkisstjórn með Samfylkinguna innanborðs tekur til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“