fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Plokkið eykst stöðugt

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. ágúst 2007 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, skrifar grein um sjálftöku bankanna á svokölluðu FIT-gjaldi í Morgunblaðið í gær. Flest er sjálfsagt rétt og satt sem stendur í greininni, en ég hnaut um þessa málsgrein:

„Gildandi lög takmarka almennt ekki vald fjármálafyrirtækja til að krefjast greiðslu kostnaðar vegna innistæðulausra tékka og debetkortafærslna. Slík innheimta á sér grundvöll í almennum skilmálum sem viðskiptavinir undirgangast við stofnun reiknings og auglýstri gjaldskrá. Þar af leiðandi er fjármálafyrirtækjum heimilt að innheimta svokallaðan FIT-kostnað, svo lengi sem hann er grundvallaður á samningi á milli banka og viðskiptamanna.“

Bankarnir mega semsagt halda áfram að plokka af okkur ef það stendur í smáa letrinu. Samt er það nú svo að margir lesa það ekki þegar þeir hefja viðskipti við banka. Sumir opna reikninga þegar á barnsaldri. Menn eiga ekki lengur neitt sjálfdæmi um það – allir verða að vera í viðskiptum við banka.

Það má svo líka ráða af lestri þessarar greinar að í viðskiptaráðuneytinu geri menn sér grein fyrir fákeppninni á íslenska bankamarkaðnum sem birtist í því að bankarnir eru með nánast sömu vextina og leggja um það bil sömu gjöld á viðskiptavinina.

Plokkið er alltaf að aukast. Fyrir utan margumtöluð seðilgjöld er nú að ryðja sér til rúms gjald fyrir að fá að taka út peninga!

Þetta er eitthvað sem bankamálaráðherrann ætti að taka á. Bankarnir eru orðnir svo öflugir – ríki í ríkinu – að neytendurnir þurfa sterka vernd gagnvart þeim. Það er rétt sem stendur í grein í Morgunblaðinu í dag – okkur vantar Bónusbanka!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt