fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Niðurrif og nýbyggingar við Laugaveg

Egill Helgason
Föstudaginn 10. ágúst 2007 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem skiptir aðalmáli er ekki endilega hvort eigi að rífa húsin heldur hvað eigi að koma í staðinn. Það hafa ekki komið nein almennileg svör við því. Nýbyggingar við Laugaveginn eru flestar hörmulega ljótar. Teikningar af húsum sem er ráðgert að reisa við götuna – til dæmis á reitnum Laugavegur 33-35 – eru hrikalegar.

Hér má sjá teikningu af byggingunni sem er fyrirhuguð þar:

laugavegur_33-35_fyrirhugu_bygging.jpg

Meðan hugmyndirnar er svona er best að rífa sem minnst. Þarna standa að minnsta kosti þrjú hús – misvel farin að sönnu – en verður nú eitt samfellt ferlíki. Það er ódýrara að byggja svoleiðis. En þetta eru teikningar sem borgaryfirvöld geta ekki samþykkt. Það jafngildir því að gefa miðborginni fingurinn.

Við getum ekki afhent verktökum sjálfdæmi um hvernig Laugavegurinn á að líta út.

Svo þarf að setja reglur um hvaða kröfur hús á þessu svæði þurfa að uppfylla – þá ekki síst með tilliti til fagurfræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt