fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Einkavædd einokun

Egill Helgason
Föstudaginn 10. ágúst 2007 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

nfly104a.jpg

Þegar stjórnin í Bretlandi fann ekki neitt til að einkavæða lengur var farið að einkavæða samgöngukerfið. Afleiðingarnar hafa mestanpart verið hörmulegar. Lestarleiðir voru boðnar út og eru nú starfræktar af einkafyrirtækjum. Fyrir vikið búa Bretar við verstu og dýrustu lestarsamgöngur í Norður-Evrópu. Víða eru lestir með eindæmum sóðalegar og óhrjálegar.

Þetta er oft borið saman við Frakkland sem hefur bestu og flottustu lestir í heimi – í ríkiseigu. Maður þeytist milli landshorna í glæsilegum hraðlestum á hóflegu verði, í kerfi sem allir skilja.

Lestakerfið í Bretlandi er nefnilega líka óskiljanlegt.

— — —

Nú um daginn fór á hausinn batterí sem heitir Metronet. Það réð einfaldlega ekki við verkefni sitt sem var að sjá um viðhald á stórum hluta neðanjarðalestakerfisins í London. Það var sjálfur Gordon Brown sem þrýsti á um að endurnýjun neðanjarðarlestanna skyldi framkvæmd með þessum hætti. Nú sitja stjórnvöld uppi með reikninginn – sem er auðvitað miklu hærri en ef ríkið og borgin hefðu stjórnað verkefninu frá upphafi.

Fyrir utan óþægindi notendanna sem mega bíða ár og síð eftir því að samgöngukerfið batni.

— — —

Svo eru það flugvellirnir. Þeir voru einkavæddir og settir í hendurnar á fyrirtæki sem heitir BAA. Það er alþekkt hversu vond lífsreynsla það er að fara um flugvelli í Bretlandi. Þeir eru niðurníddir, þjónustan er fyrir neðan allar hellur, biðraðir hvergi lengri. Hryðjuverkahættu hefur verið kennt um þetta, en í sumar hafa böndin í auknum mæli verið að berast að BAA sem græðir stórfé á rekstri flugvallanna.

Ýmislegt bendir til að biðraðirnar séu ekki síst fjárhagslegu aðhaldi þessa fyrirtækis að kenna. Það tímir einfaldlega ekki að fjölga öryggishliðum og starfsfólki til að manna þau.

Vegna þess að fyrirtækið situr eitt að starfseminni hefur það engan hvata til að bæta þjónustuna. Eins og í tilviki lestanna er þetta nefnilega einokun sem hefur verið einkavædd.

Notendur flugvalla eru seinir til að kvarta – kannski vegna hryðjuverkaógnarinnar sem er búið að mikla fyrir okkur, kannski vegna þess að flestum finnst ferðamátinn hvort sem er óþægilegur. Flugfarþegar eru almennt frekar bældir og kúgaðir.

En nú virðast menn loks vera að átta sig á að þetta gangi ekki lengur. Það er þó hægar sagt en gert taka flugvellina frá fyrirtæki sem hefur samning upp á að reka þá. Líklega mun BAA halda Heathrow sem er drjúg tekjulind fyrir fyrirtækið – en um leið einn leiðinlegasti flugvöllur í heimi. Hugsanlegt er hins vegar að næst stærsta flugvellinum, Gatwick, verði komið í hendurnar á öðru einkafyrirtæki sem þá væri ætlað að veita BAA samkeppni. Það er svo spurning hvort það hefur einhver áhrif.

Aðalatriðið er þó auðvitað að þessi einkavæðing var algjört flopp frá upphafi. En það er erfitt að snúa hjólinu við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu