fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Lögguleikir

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. ágúst 2007 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 76-220.jpg

Eins og Jónas Kristjánsson bendir á eru hryðjuverk ekki vandamál á Íslandi og verða ekki. Þess vegna er ástæðulaust að eyða mikilli orku og fjármunum til að verjast þeim. Þeir standa í slíku vilja vera í alþjóðlegum lögguleik. Hann á lítið erindi hingað.

Hömluleysi og ofbeldishneigð fólks sem er undir áhrifum áfengis og eiturlyfja er hins vegar vandamál. Það er kannski ekki spennandi fyrir lögreglufólk að eltast sífellt við fullt fólk – en þetta er samt það verkefni sem er mest knýjandi.

Björn Bjarnason virðist vera farinn að skilja þetta – samanber þessa bloggfærslu sem Vísir sneri út úr á fáránlegan hátt. Björn er yfirmaður lögreglumála svo þetta stendur upp á hann. Líka lögreglustjóra ríkisins sem ég held að búi í fílabeinsturni. Og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sem boðaði að lögreglumenn yrðu sýnilegri í bænum. Þeir voru það fyrstu dagana eftir að hann tók við – svo hurfu þeir aftur.

Á sólardegi snemma sumars lá meðvitundarlaus maður á tröppunum heima hjá mér. Þetta var um kvöldmatarleytið. Maðurinn var líklega ofurölvi.Hann var varla með lífsmarki. Við hringdum í neyðarlínuna, svo aftur, þá í þriðja sinn. Lögreglubíll kom loks þremur kortérum eftir að fyrst var hringt.

Við gátum auðvitað ekki verið viss um hvað amaði að manninum. Hefði það verið eitthvað alvarlegt væri hann líklega dauður.

Hins vegar virðist alltaf vera nægur mannafli til að standa vörð um bandaríska sendiráðið – og til að eltast við trúðana í Saving Iceland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu