fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Valdabrölt Murdochs og misnotkun hans á fjölmiðlum

Egill Helgason
Laugardaginn 22. desember 2012 00:03

Rupert Murdoch.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carl Bernstein leggur út af frétt sem er upprunnin frá félaga hans, Bob Woodward, um þá fyrirætlun fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch að koma hershöfðingjanum David Petraeus í forsetastól í Bandaríkjunum.

Bernstein og Woodward eru blaðamennirnir sem flettu ofan af Watergate-hneykslinu – sem var í raun upphafið að nútíma rannsóknarblaðamennsku. Nú er Bernstein misboðið vegna þess hversu fréttin um valdabrölt Murdochs hefur vakið litla athygli.

Í fréttinni segir að Murdoch hafi ætlað að nota fé sitt og fjölmiðla til að fá Petraeus kjörinn forseta nú í ár. Hann ætlaði að láta aðalhugmyndafræðing Fox News, Roger Ailes, stjórna báráttunni – ætlunin var að sjónvarpsstöðinni yrði beitt óspart.

Bernstein segir að þetta sýni glöggt hversu viljugur Murdoch er til að misbeita fjölmiðlaveldi sínu sem hefur ótrúleg áhrif bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Aðferðir hans eiga ekkert skylt við blaðamennsku, að sögn Bernsteins.

En Petraeus hikaði. Hann var svo gerður að forstjóra CIA, en sagði af sér í vetur vegna framhjáhaldsmála.

Carl Bernstein telur að Murdoch hafi óeðlileg áhrif með fjölmiðlum sínum bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu