fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Talsverð spenna í framboðsmálum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. október 2012 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nóg að fylgjast með á næstunni – fyrir þá sem hafa áhuga á hinum pólitíska leik.

Ég geri ekki ráð fyrir að Ragnar Önundarson telji sig geta fellt formann Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. En hann gengur fram af óvenjulegri hreinskilni – segir beinlínis að Bjarni Benediktsson sé óhæfur til að vera formaður flokksins og forsætisráðherra. Af þessu hafa stuðningsmenn Bjarna talsverðar áhyggjur, ein sá ötulasti, Friðjón Friðjónsson, svarar fullum hálsi, minnir á vandræðamál sem Ragnar var viðriðinn og kallar hann höfuðpaurinn í delítunni.

Í Norðausturkjördæmi stendur yfir mikill slagur hjá Framsókn. Helsta von Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að sigra Höskuld Þórhallsson virðist felast í því að stillt verði upp á framboðslista á kjördæmisþingi, verði almenn kosning meðal flokksmanna er Höskuldur miklu sigurstranglegri. Samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í Vikudegi hefur hann miklu meira fylgi í langfjölmennasta byggðarlaginu, Akureyri. Það yrði mikið áfall fyrir Sigmund að ná ekki fyrsta sætinu sem hann sækist eftir fyrir norðan.

Það sem er mest áberandi í Samfylkingunni er að flestir þingmenn vilja hanga á sæti sínu – og eru líklegir til að ná því. Einna tæpast þykir Sigmundur Ernir Rúnarsson standa í Norðausturkjördæmi. Það hefur verið talað um að Sigmundur færi sig yfir í Betri framtíð, en líklega myndi það reynast hinu nýja framboði dýrkeypt. Róbert Marshall er þegar kominn þangað og strax rætt um að þetta séu flóttamannabúðir frá Samfylkingunni.

Í Suðvesturkjördæmi er slag um fyrsta sæti hjá Samfylkingunni stillt upp eins og þar sé formannskosning milli Árna Páls Árnasonar og Katrínar Júliusdóttur. Það er erfitt að segja hvort er líklegra til að sigra, en hvorugt þeirra getur talist vera sterkt formannsefni fyrir flokkinn.

Svo við víkjum aftur að Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt skoðanakönnun MMR hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir mikla yfirburði yfir keppinauti sínum Illuga Gunnarssyni í Reykjavík. 76 prósent segjast treysta Hönnu best til að leiða listann, aðeins 10 prósent Illuga. Þannig bíður mikill pólitískur frami Hönnu Birnu, þótt hún hafi tapað í formannsslag á móti Bjarna. Innan seilingar er fyrsta sætið í Reykjavík – sem þykir óhemju fínt í Sjálfstæðisflokknum – varaformennska í flokknum, kannski feitt ráðherraembætti og hugsanlega formennska í fyllingu tímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu