fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Orðstír í ræsinu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. október 2012 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að svífast einskis til að ná markmiðum sínum er eitt einkenni siðblindu. Það virðist vera ljóst að hljólreiðamaðurinn Lance Armstrong er hreinræktaður sýkópati.

Sýkópatar komast oft upp með athæfi sitt og jafnvel í langan tíma, ein ástæða þess er að venjulegt fólk á erfitt með að setja sig inn í hugarheim þeirra.

Armstrong beitti öllum ráðum til að sigra í hjólreiðakeppninni Tour de France. Og honum tókst að vinna sjö sinnum – hvorki meira né minna. Þetta gerði hann með því að beita óhemju flóknu og yfirgripsmiklu svindli, þar sem fjöldi manns aðstoðaði hann.

Armstrong er nú fyririrlitinn af öllum. Það er búið að svipta hann Tour de France titlunum. Það stendur til að krefja hann um endurgreiðslu verðlaunafjár. Sú ágæta íþrótt hjólreiðar er náttúrlega í sárum – og þetta varpar efasemdum á önnur íþróttaafrek.

Svo er það líka sorglegt hvert siðblinda leiðir mann. Kannski hefði Armstrong getað sigrað í hjólreiðakeppninni miklu án þess að hafa rangt við – kannski ekki sjö sinnum, en einu sinni, tvisvar, kannski þrisvar?

Í staðinn er orðstír hans í ræsinu og verður ekki endurreistur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu