fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Eldveggur gegn klámi – í kringum Ísland?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. október 2012 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill þungi í máli bandaríska háskólakennarans Gail Dines, baráttukonu gegn klámi. Lýsingarnar á klámheiminum eru að sönnu ófagrar. Hún telur klám vera orðið heilbrigðisvandamál og vill takmarka aðgang karla að grófu klámi – semsagt ekki bara barna.

Segjum svo að verði sátt um það á Íslandi að klám sé ekki bara óæskilegt, heldur líka hættulegt.

Það var auðvelt að takmarka aðganginn að kláminu á árum áður. Klámið sem mín kynslóð hafði aðgang að var afskaplega fátæklegt, það voru blöð eins og Tígulgosinn og Glaumgosinn, bækur sem höfðu titla eins og Námfúsa Fjóla, en sumir fornbókasalar seldu sóðaleg erlend blöð.

Svo hélt vídeóið innreið sína – og framleiðsla klámefnis varð milljarðaiðnaður. En samt var hægt að takmarka aðgengið hér, klámmyndirnar var helst að finna í bakherbergjum sumra vídeóleiga. Stundum gerði lögreglan jafnvel rassíu.

En nú lifum við í hnattvæddum heimi internetsins. Almennt njóta hugmyndir um að takmarka frelsið á netinu lítils stuðnings. Það er líka erfitt í framkvæmd – það þarf að setja upp einhvers konar kínamúra. En um leið er það vissulega umhugsunarefni að það þarf ekki nema tvo til þrjá músasmelli til að komast í svæsið klám.

Það er semsagt spurning hvort yfirvöld geti yfirleitt takmarkað aðgengið að klámi á internetinu – áhugavert væri að heyra tillögur þar um.

Er hægt að reisa eldvegg gegn klámi í kringum Ísland? Ég spyr ekki bara hvort það sé æskilegt, heldur hvort það sé tæknilega framkvæmanlegt?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu