fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Skuggahliðar samstöðunnar

Egill Helgason
Laugardaginn 13. október 2012 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Fréttablaðinu í dag er fróðleg samantekt um hugarfarið í þjóðfélaginu 1944, þegar lýðveldið var stofnað og stjórnarskrá þess samþykkt. Þá voru greidd atkvæði hvort tveggja um sambandsslitin við Dani og um stjórnarskrána.

Atkvæðatölurnar voru það sem kallast rússneskar. Og gagnrýnisraddir liðust ekki.

Eins og segir í grein Kolbeins Óttarsonar Proppé í Fréttablaðinu vildi Hannibal Valdimarsson fella stjórnarskrána, hann taldi hana ekki nógu vel unna. Það lá reyndar fyrir á þessum árum að stjórnarskráin væri til bráðabirgða. Flýtirinn var mikill – nú lá á að slíta tengslin við Dani.

Fólki var beinlínis sagt hvernig það ætti að greiða atkvæði. Nefnd sem stjórnvöld stofnuðu til að hafa umsjón með kosningunum, Landsnefnd lýveldiskosninganna, birti auglýsingar af kjörseðli í blöðunum þar sem var búið að kjósa „rétt“ – semsagt segja já við bæði samandsslitum og stjórnarskrá. Landsnefndin birti líka ávörp til þjóðarinnar þar sem hún var brýnd til að kjósa:

„Hvetjið aðra kjósendur og veitið þeim atbeina til sömu dáða. Þá mun þjóð vor mega líta með fögrum vonum og vaxandi sjálfstrausti til ókominna tíma. Munið, að stofnun lýðveldis verður að fylgja niðurfelling sambandslaganna. — Gætið þess, að kjósandi verður að sýna samþykki sitt með því að merkja kross á TVEIM stöðum á atkvæðaseðlinum, ANNAN tíl jákvæðis niðurfellingar sambandslagasamningsins, HINN til jákvæðis stofnun lýðveldisins. Er þá kross fyrir framan hvort já.“

Hannibal gagnrýndi þetta og fékk yfir sig alls kyns skítagusur. Hann var kallaður „vangefið smámenni“, „manntetur“, „óþokki“ og „leppalúði“, „amlóði“ og „svikari“.

Ríkisútvarpið neitaði að birta auglýsingu frá Hannibal þar sem sagði: „Vestfirzk alþýða! Vertu trú – vertu sterk! Hlýddu engu, nema samvizku þinni við þjóðaratkvæðagreiðsluna.“

Hin órofa samstaða hafði semsagt sínar skuggahliðar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg