fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Norðurslóðir í Silfrinu

Egill Helgason
Föstudaginn 12. október 2012 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni norðurslóða verða í brennidepli í Silfri Egils á sunnudag. Við fjöllum um togstreituna um auðæfin í Norður-Íshafinu og hættunna sem er fólgin í eftirsókninni eftir þeim.

Eftir því sem ísinn hopar koma í ljós nýjar hættur. Til dæmis eru stór ferðamannaskip sífellt að færa sig norðar – ef eitthvað kemur fyrir er mjög vont um björgun og lítil aðstaða til aðhlynningar. Við gætum horft upp á nýtt Titanic-slys, kannski ennþá verra.

Við skoðum einnig stöðu Grænlands, en þar er að finna olíu og margvíslega málma. Margt bendir til þess að Grænlendingar verði brátt ein ríkasta þjóð í heimi.  Stórveldi keppast um að bera víurnar í Grænlendinga. Stjórnmálastéttin þar er fámenn, innan við fimmtíu manns, og byggðirnar eru dreifðar. Hvernig tekst Grænlendingum að höndla þessa ásókn?

Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og einn gáfaðasti stjórnmálamaður Evrópu síðustu áratugina er gestur í þættinum. Hann er sérlegur sendiherra Frakklands sem fer með málefni heimskautanna.. Rocard mun líka flytja eldskarpa greiningu sína á efnahagsástandinu í heiminum.  Annar sérfræðingur er Damien Degeorges, stjórnmálafræðingur sem hefur verið með annan fótinn á Grænlandi síðustu tíu árin.

Valgarður Guðjónsson kemur í þáttinn, hann er hugbúnaðarsérfræðingur og söngvari Fræbblanna og hefur meðal annars bloggað hér á Eyjunni. Hann leggur orð í belg um þriðju spurninguna í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur Stjórnlagaráðs, þá sem fjallar um þjóðkirkjuna.

Í þættinum fjöllum við líka um mál sem eru efst á baugi þessa vikuna: Orkuveituskýrsluna, þjóðaratkvæðagreiðsluna– og jafnvel friðarverðlaunin sem Evrópusambandinu voru veitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg