fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Réttmæt gagnrýni á dóminn yfir Geir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. október 2012 19:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er rétt hjá hollenskum evrópuþingmanni að það er óráðlegt að nota dómstóla til að refsa stjórnmálamönnum fyrir atburði eins og íslenska bankahrunið. Stjórnmálamenn taka vondar og vitlausar ákvarðanir – og þeir geta líka bakað tjón með því að gera ekki neitt. En að framkvæma eitthvað með glæpsamlegum ásetningi er annað.

Kjósendur eiga að sjá um að fella misheppnaða stjórnmálamenn í lýðræðisríki, önnur refsing sem þeir uppskera er að þeir hljóta vanþóknun samborgara sinna. Reyndar sagði spakur maður eitt sinn: All political lives end in failure.

Þekktur stjórnmálaheimspekingur, Bernard Manin, prófessor við New York háskóla, var í viðtali í Silfri Egils um þetta síðastliðið vor. Hann varaði við að rugla saman pólitískri ábyrgðarskyldu og glæpsamlegri ábygðarskyldu þar sem dómskerfinu er beitt.

Niðurstaða landsdómsmálsins speglaði líka óvissu réttarins sjálfs um þetta –  Geir var sakfelldur vegna eins ákæruliðs og ekki gerð refsing.

Reynslan af réttarhaldinu var vond, en fordæmið er auðvitað þarna – og Manin telur það háskalegt.

Viðtalið við Manin má sjá með því að smella hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB