fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Merkileg mynd um bandarísk stjórnmál

Egill Helgason
Mánudaginn 1. október 2012 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég horfði í gærkvöldi á merkilega sjónvarpsmynd sem fjallar um þegar Sarah Palin var gerð að varaforsetaefni Johns McCains. Myndin nefnist Game Change.

Það eru stórleikarar í aðalhlutverkum, Julianne Moore leikur Palin, Ed Harris leikur McCain og Woody Harrelson er í stóru hlutverki kosningaráðgjafa.

Sarah Palin stekkur skyndilega frá Alaska yfir á hið stóra svið landsmálanna. Fyrst virðist hún vera mjög frambærileg, sjálfsöryggið geislar af henni og hún talar í einföldum hnitmiðuðum frösum.

Fljótt kemur hins vegar í ljós að hún er algjörlega fáfróð um heiminn, hugur hennar virkar í afar þröngu rými, hún getur farið með klisjur eins og páfagaukur en skilningurinn er enginn.  Hún er mjög óþolinmóð gagnvart því sem hún þekkir og veit ekki.

McCain birtist í myndinni sem sómamaður. Hann verður miður sín þegar kosningabaráttan verður neikvæð – frægt er atvikið þegar hann tók orðið af konu sem hélt því fram að Obama væri arabi. Þá var McCain nóg boðið og hann sagði að Obama væri þjóðhollur Bandaríkjamaður eins og hann.

En það er í lokin að myndin verður hrollvekjandi, þá sér maður Repúblikana halda niður á brautina þar sem þeir eru nú. McCain er að halda ræðuna þar sem hann viðurkennir sig sigraðan, þetta gerir hann af mikilli reisn, en áhorfendur hrópa nafn Palins – þessa furðufyrirbæris.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?