fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Leiðin að vestan

Egill Helgason
Föstudaginn 17. ágúst 2012 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við ókum frá Ísafirði í átt til Reykjavíkur í björtu og fallegu veðri. Stoppuðum oft á leiðinni.

Við staðnæmdumst í Litlabæ í Skötufirði. Þar tók á móti okkur sérlega indælt fólk sem reiddi fram vöflur með rjóma og sultu og nýtínd aðalbláber. Þar fyrir utan í fjörunni sáum við mikið af sel. Hundurinn á myndinni var mjög vingjarnlegur, hann heitir Smali.

 

Í Litlabæ vakti athygli okkar þessi gamli poki utan af Bragakaffi. Þarna í bænum bjó eitt sinn á þriðja tug manns – það er erfitt að trúa því. Nú hefur hann verið endurbyggður og er í umsjá Þjóðminjasafnsins. Vöflurnar voru sérlega ljúffengar, í Ögri fengum við mjög góða fisksúpu, í galdrasafninu á Hólmavík fengum við krækling úr Steingrímsfirði og almennt má segja að við höfum borðað frábæran mat á Vestfjörðum – eiginlega bara fisk.

 

Það er gaman að lifa af gæðum landsins. Hvarvetna fyrir vestan eru lækir þangað sem maður getur sótt sér ferskt og gott drykkjarvatn.

 

Í Ísafirði – þeim sem er innst í Ísafjarðardjúpi – fundum við Blueberry Hill. Það er best að tína bara beint upp í sig.

 

Við gistum á sveitahótelinu á Laugarhóli í Bjarnarfirði. Þar er sérlega skemmtileg sundlaug sem er kennd við Gvend góða biskup. Hótelið hefur mikinn sjarma og þar inni er margt skemmtilegt að skoða, þessi gamla auglýsing er frá þeim tíma að íslensk börn lærðu að það væri stórhættulegt að spara. „Græddur er geymdur eyrir“ varð að „glatað er geymt fé“.

 

Daginn eftir ókum við í gegnum Dalina. Á Erpsstöðum er mjólkurbú þar sem er framleiddur besti ís á Íslandi. Og þar er þessi kisa sem er sólgin í ís. Heppin að búa þarna!

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?