fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Að hvíla ESB umsókn

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. ágúst 2012 23:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sagði fyrir margt löngu að það gæti verið snjall leikur fyrir ríkisstjórnina að slá ESB aðildarviðræðunum á frest. Það hefði í raun ekki verið erfitt að færa rök fyrir þvi, Evrópusambandið er ekki að liðast í sundur, en það er óvíst með hvaða hætti framhaldið verður og evran er í kreppu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði þetta til í fyrravetur og þá var ekki mikinn hljómgrunn að finna.

En það var alltaf ljóst að umsóknin yrði vandamál fyrir ríkisstjórnina þegar nær drægi kosningum.

Nú leggur Stefán Ólafsson, dyggur stuðningsmaður stjórnarinnar, þetta til – og þá vilja fleiri hlusta.

Stefán telur að ESB umsóknin – næsta vonlítil eins og hún virðist nú – muni þvælast fyrir því að kosið verði um árangur ríkisstjórnarinnar.

Það er líklegar rétt hjá honum, andstæðingar ESB munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að láta kosningarnar snúast um Evrópu.

En þá má ekki gleyma því að það þarf ekki að koma Samfylkingunni illa að halda umsókninni til streitu. Hún verður þá eini valkostur Evrópusinna. Og innan Sjálfstæðisflokksins eru líka öfl sem vilja semja við ESB – þau gætu orðið mjög óhress ef flokkurinn fer í grjótharða andstöðu við Evrópusambandið.

Áróðurinn gegn ESB hefur verið svo stríður hér á landi að varla hefur verið hægt að finna vitglóru í umræðum um stöðu Íslands í heiminum. Maður hefur hlustað upp á alls kyns óra eins og um „Nýja norðrið“ og um að Ísland með sínu gjaldmiðilshruni og gjaldeyrishöftum sé fyrirmynd annarra þjóða um hvernig eigi að komast út úr efnahagskreppu.

En næstu kosningar verða líklega bólgnar af þjóðrembu – við munum sjá flokkana stíga á vagn hennar hvern af öðrum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála