fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Faxi: Sá hlær best sem síðast hlær

Egill Helgason
Laugardaginn 11. ágúst 2012 05:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski handboltarisinn síðhærði Staffan Olsson var sérstakur óvinur Íslendinga á árunum þegar sænska landsliðið vann alltaf það íslenska. Það var sama á hverju gekk, alltaf skyldu Svíarnir hafa sigur. Þeir virkuðu líka óþolandi montnir með sín sænsku hvatningarhróp um grabbar og killar.

Þegar Íslendingar unnu loks sigur á Svíum um daginn birtu margir þessa mynd á Facebook, hún sýnir moðfúlan Olsson (hann var reyndar nefndur Faxi á sinni tíð af gamansömum íslenskum íþróttafréttamönnum) þegar Svíar voru að tapa fyrir Íslendingum um daginn. Undir birtust alls kyns háðsglósur um Olsson. Hann er nú þjálfari sænska liðsins.

En það er einhvern veginn þannig með Svía að það er aldrei hægt að bóka sigur yfir þeim. Nú eru Íslendingar dottnir úr keppninni á Ólympíuleikunum, en Svíar leika um gullverðlaunin gegn Frökkum á morgun.

Staffan Olsson er ansi sigursæll íþróttamaður. Hann hefur leikið 357 landsleiki, tvívegis orðið heimsmeistari í handbolta, fjórum sinnum Evrópumeistari og hann hefur þrívegis unnið silfurverðlaun á Ólympíuleikum. Hann bætir öðrum verðlaunapeningi í safnið á morgun, hvort sem það verður gull eða silfur. Íslenskum handboltaáhugamönnum er fremur í nöp við „Faxa“, eins og fyndnir íþróttafréttamenn nefndu hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar