fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Prestar og pólitík

Egill Helgason
Mánudaginn 16. júlí 2012 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sjaldgæft að kirkjan losi sig við þjóna sína vegna skoðana þeirra, eins og Guðni Ágústsson vill að gert verði við Davíð Þór Jónsson.

Margir stjórnmálamenn hafa reyndar verið prestar, til dæmis Tryggvi Þórhallsson, sem var forsætisráðherra, Sigurður Einarsson í Holti – sem orti hið stórbrotna kvæði Sordavala til heiðurs bolsévíkum í Finnlandi – og Hjálmar Jónsson, nú Dómkirkjuprestur.

Bjarni Jónsson bauð sig fram til forseta, en Bjarni Karlsson, Baldur Kristjánsson og Svavar Alfreð Jónsson blogga og hafa skoðanir á pólitík. Bjarni er prúður, Baldur er fyrrverandi stjórnmálaskýrandi á Tímanum en Svavar getur orðið nokkuð ákafur.

Gunnar Benediktsson var sósíalisti, rauðastur allra klerka og umdeildur sem slíkur. Ég held ég fari rétt með að hann hafi hætti prestsstörfum, fremur en að hann hafi verið sviptur kjól og kalli.

Séra Baldur í Vatnsfirði á að hafa sagt að skemmtilegustu embættisverk sín væru að jarða Framsóknarmenn. Það mun þó ekki vera alveg nákvæmlega haft eftir karli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi