fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Frekja í forseta þings

Egill Helgason
Föstudaginn 13. júlí 2012 19:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það segir í fréttum að forseti Alþingis sé „rasandi“ vegna fyrirhugaðra bygginga á reitnum norðan Kirkjustrætis.

Alþingi hefur lagt undir sig fjölda húsa í miðbænum. Ekki bara í næsta nágrenni þingsins, heldur hefur það líka umsvif í tveimur byggingum í Austurstræti. Annað húsið var byggt sérstaklega fyrir þingið – það fellur sérlega illa að götumyndinni. Þingið er hefur líka tekið sér bólfestu í gamla Moggahúsinu.

Það má vel ræða um vinningstillögurnar í samkeppninni um byggingarnar á þessu svæði – en Alþingi hefur engan sérstakan rétt á að vera með frekju. Það hefur breitt vel úr sér, og það er enginn hætta á að verði „þrengt að löggjafanum“ eins og forsetinn segir.

Það er líka rangt sem sagt er að gatan verði eins og „gjá“ ef byggt er út í bílastæðið sem er fyrir framan gamla Landsímahúsið. Meginreglan á Íslandi er að það er hægt að byggja hátt norðanmegin, en lágt sunnanmeginn. Þannig opnast fyrir sól, en um leið myndast skjól. Nýbyggingarnar eru norðanmegin götunnar, en hin nýuppgerðu hús sem forseti þingsins talar um verða eftir sem áður sunnan hennar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást