fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Fremur rjómabú en spilavíti

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. júlí 2012 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Cameron hefur reynt að bera í bætifláka fyrir bankamenn, hann hefur haldið því fram að ekki megi tala illa um svo mikilvæga atvinnugrein.

En nú eru öll þau orð fyrir gíg.

Liborvaxtahneykslið sem nú skekur Bretland sýnir að það er líkt og dregin víglína milli bankanna og almennings.

Ofurgreiðslurnar sem fóru til á þriðja hundrað af stjórnendum Barclays bankans eru ótrúlegar, í samanburði eru skattarnir sem bankinn greiddi afar litlir.

Eins og Aditya Chakrabortty bendir á í Guardian er þetta ekkert annað en skipulagt rán.

Flestir starfsmennirnir sem fá ofurgreiðslurnar starfa í fjárfestingararmi Barclays, BarCap, en það er breska stjórnin sem ber ábyrgð á starfsemi viðskiptabankans Barclays. Þarna eru svo stórar fjárhæðir í húfi að þær gætu sökkt breska hagkerfinu. Það er talað um spilavítiskapítalisma, en Chakrabortty segir að þegar ríkisábyrgðin sé tekin með sé nær að tala um rjómabú en spilavíti. Bankastjórnarnir og hirð þeirra eru ekki að hætta sínum eigin peningum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi