fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Óvinsælt háhýsi sem gnæfir yfir London

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. júlí 2012 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæsta hús í Evrópusambandinu, The Shard í London, verður formlega vígt á morgun.

Þetta er risastór píramíðdalagaður turn, teiknaður af arkitektinum fræga Renzo Piano, hann teygir sig 309 metra upp í loftið.

The Shard stendur á suðurbakka Thamesár, kippkorn frá Lundúnabrú.

Byggingin var fyrst fyrirhuguð árið 2000, en svo komu upp ýmis vandræði – meðal annars mótmæli frá nágrönnum. Húsið skipti um eigendur á tíma óvissu á fjármálamörkuðum, núverandi eigendur eru frá Quatar – og það verður emírinn frá Quatar sem opnar húsið formlega á morgun.

Þetta er umdeild framkvæmd og óvinsæl. Turninn mun gnæfa yfir Lundúnaborg og margir eru óánægðir með það, meðal annars Simon Jenkins sem skrifar í Guardian og segir að The Shard muni eyðileggja útsýnið yfir borgina. Jenkins segir að turninn sé vitni um tíma þegar ofstæki fjármagnsins sé ráðandi.

The Shard gnæfir yfir suðurbakka Thamesár, stutt frá Lundúnabrú og hinum vinsæla Bouroughmarkaði

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“