Fótboltinn hefur skínar skuggahliðar, og þær birtast ekki endilega í því að fótboltamenn láti senda sér bjór upp á herbergi, heldur í því hvernig hann spilar á þjóðrembu og þjóðernisöfgar.
Einn leikmaður króatíska landsliðsins, varnarmaðurinn Josip Simunic, sendi áhorfendum heldur ógeðfellda kveðju eftir leikinn á móti Íslendingum.
Hann kallaði Za dom, sem þýðir Fyrir ættlandið, en það var slagorð Ustase-hreyfingarinnar sem stjórnaði Króatíu í heimstyrjöldinni síðari. Ustase var fasistaflokkur.
Þá voru Króatar bandamenn Þjóðverja, en Ustase-liðar þóttu ganga svo langt í morðum, glæpaverkum og þjóðernishreinsunum og jafnvel Þjóðverjunum blöskraði.
Um glæpaverk Ustase má fræðast hér. Þau eru harla viðurstyggileg. Og ljótt að kaþólska kirkjan var með í spilinu.