fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Fækkar stöðugt í Þjóðkirkjunni – og verður svo áfram

Egill Helgason
Laugardaginn 12. október 2013 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar úrsagnir úr Þjóðkirkjunni koma ekki sérstaklega á óvart. Í þessari frétt kemur fram að tíu þúsund manns hafi skráð sig úr kirkjunni á síðustu þremur árum. Að sumu leyti hefur Þjóðkirkjan haldið stöðu sinni vegna þess að börn mæðra sem eru í kirkjunni eru sjálfvikt skráð í hana.

Það má vera að skýringanna sé að einhverju leyti að leita í deilum sem hafa staðið um kirkjuna og framgöngu hennar, en ætli skipti ekki meira máli að Íslendingar teljast vera níunda trúlausasta þjóð í heimi.

Margir eru í Þjóðkirkjunni af gömlum vana, og svo hefur kannski verið mann fram af manni. En slík stofnanahollusta er mjög á undanhaldi.

Kirkjan er líka í erfiðri stöðu. Hún teflir ekki lengur fram sterkri kenningu sem á að fela í sér öll svör. Hún er ekki ströng og valdsmannleg. Hún reynir fremur að rækta ímynd umburðarlyndis. En undir eins og hún nálgast hina íhaldssamari – sbr. Hátíð vonar – er hætt við að hinir frjálslyndari yfirgefi hana. Og öfugt, þegar hún gerist frjálslynd, leita hinir íhaldssömu í önnur hús.

1990 voru 92 prósent Íslendinga í Þjóðkirkjunni, nú er hlutfallið 76 prósent. Þetta er ennþá mjög há tala, en það má búast við því að hún fari enn lækkandi næstu árin. Og það er ekki mikið sem kirkjan getur gert í því. Það sem kemur henni kannski verst er útbreitt áhugaleysi um trúmál í evrópskum nútímasamfélögum.

merki-thjodkirkjunnar3

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“