fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Hví er flugvöllurinn slíkt hitamál?

Egill Helgason
Laugardaginn 14. september 2013 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna flugvallarmálið vekur svo heitar tilfinningar hjá okkur. Eðli þess er að það getur í raun yfirtrompað öll önnur mál. Flugvöllurinn er nefndur og þá fara allir að rífast, hlaupa svo beint í skotgrafirnar.

Það mætti jafnvel halda að þetta sé mikilvægasta mál á Íslandi – sem það er alveg örugglega ekki.

Anna Theódóra Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður skrifar litla athugasemd á Facebook sem skýrir þetta betur en allt annað sem ég hef lesið. Ég tek mér það bessaleyfi að birta orð hennar:

„72% þjóðarinnar vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni en hversu hátt hlutfall þjóðarinnar notar hann oftar en, segjum, þriðja hvert ár? Eða fimmta hvert ár? Langstærsti hluti landsbyggðarinnar notar þennan flugvöll aldrei nokkurn tímann, samt vill eitthvað sirka 86% fólks sem býr utan höfuðborgarsvæðisins hafa hann áfram í miðborginni! Þessar tölur eru alveg stórmerkilegar og sýna að Reykjavíkurflugvöllur hefur mjög sterka táknræna merkingu, menn líta greinilega svo á að völlurinn sé fótfesta dreifbýlisins í hjarta Reykjavíkur, að það tákni stóran ósigur fyrir landsbyggina ef Reykvíkingar leggi hann niður og endurheimti landið. Um praktík eða þjóðhagslega hagkvæmni þessa Vatnsmýrarvallar er ekki spurt, þetta er meira hitamál en svo. Samt stórefast ég um flugvallarmálið eigi eftir að skipta einhverjum sköpum í næstu borgarstjórnarkosningum, að það verði mál málanna. Ég held að það hafi þegar sýnt sig að Reykvíkingar eru fremur áhugalausir um þennan flugvöll, það eru allt önnur mál sem brenna á þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB