fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Að læra að gæta orða sinna

Egill Helgason
Föstudaginn 13. september 2013 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar nauðgunarkæran á hendur Agli Gilzenegger kom upp fyrir tveimur árum skrifaði ég pistil hér á vefinn þar sem ég hvatti fólk til að fara varlega. Ég sagði að ekki yrði gert út um sekt eða sakleysi í slíku máli á netinu.

En það var eins og maðurinn væri nánast réttdræpur vegna skrifa og ummæla sem að sönnu má segja að séu ósmekkleg. Það er hins vegar allt annar handleggur en nauðgun sem er alvarlegur glæpur.

Það að vera ósmekklegur er ekki það sama og að vera glæpamaður.

Á þessum tíma losaði ég mig við Facebook-vini sem harðast gengu fram í málinu, létu eins og þegar væri búið að rétta yfir Agli og finna hann sekan. Ég sé ekki eftir því, maður tekur sveig framhjá ofstæki þegar það verður á vegi manns og hví þá ekki á Facebook líka?

Það minnti helst á aðfarir í villta vestrinu þar sem menn foru hengdir í gálga án dóms og laga.

Þetta var ekki vegna þess að ég héldi sérstaklega með Agli, hefði samúð með kynferðisbrotamönnum eða væri í einhverju karlabandalagi. Ég hef afar litlar mætur á Agli, en við búum í réttarríki og hann átti að fá réttláta málsmeðferð eins og aðrir borgarar landsins. Niðurstaðan var sú að hann var ekki ákærður.

Nýskeð birtist grein í blaði þar sem fórnarlambið úr málinu segir sína sögu. Sú grein var lesin víða og vitnað í hana í fjölmiðlum. Egill svarar nú með yfirlýsingu þar sem hann lýsir sinni hlið málsins og vekur vissulega efasemdir um að konan fari rétt með. Um það er ómögulegt fyrir okkur sem fylgjumst með þessu í fjölmiðlum að dæma.

Samt má gera ráð fyrir að rifist verði fram og aftur um þetta mál. Sem er eiginlega glatað.  Þeir sem höfðu hæst um málið á sínum tíma eru þó vonandi búnir að læra að gæta orða sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir