fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Hinar róttæku skuldaniðurfellingar og ærandi þögn Sjálfstæðisflokksins

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. september 2013 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra dregur ekki af sér að boða miklar skuldaniðurfellingar, hann notar orðið róttækt í þessu sambandi. Þetta má heyra bæði á þingi og í fjölmiðlum.

En eitt er athyglisvert í þessu sambandi. Það er ærandi þögn Sjálfstæðisflokksins – samstarfsflokksins í ríkissjórn.

Úr þeim herbúðum heyrist ekki bofs um skuldaniðurfellingar.

Sigríður Rut Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður skrifar athyglisverða grein í nýjasta tölublað Kjarnans. Þar segir hún að með margítrekuðum yfirlýsingum um skuldaniðurfellingu kunni að myndast það sem hún kallar „réttmætar væntingar“ þeirra sem skulda verðtryggð lán.

Sigríður Rut rekur síðan hvað felst í þessum réttmætu væntingum, hvernig til þeirra hefur verið stofnað af Framsóknarflokknum. Síðan víkur hún orðum að þögn Sjálfstæðisflokksins og segir að flokkurinn verði að rjúfa hana ella verði ekki hægt að skilja afstöðu hans sem annað en þegjandi samþykki. Orðrétt segir hún:

„Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verða þó að hafa í huga að aðgerðaleysi þeirra í þessum efnum eflir
einnig þær réttmætu væntingar sem yfirlýsingar forsætisráðherra kunna að skapa. Það er vegna þess að ef ráðherrar
eða þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja ekki að hinar réttmætu væntingar skapist eða eflist ber þeim skylda til að taka
af öll tvímæli um slíkt á opinberum vettvangi um að ekki sé um fyrirvaralaust loforð um skuldaniðurfellingu að ræða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir