fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Er vit í að loka Hörpu?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. september 2013 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson spyr hvort rétt sé að loka Hörpu og setja peningana í heilbrigðiskerfið.

Það er allt í lagi að spurt sé, en málið er kannski ekki alveg svona einfalt.

Segjum að Hörpu yrði lokað. Þá yrði áfram að borga af lánum sem hvíla á húsinu, fasteignagjöld og annað. Líklega yrði að hafa eitthvað viðhald, því varla myndu menn vilja að húsið grotnaði niður.

Þannig að kostnaður yrði áfram af húsinu þótt enginn væri í því.

Á móti myndu ekki koma neinar tekjur. Það eru viðburðir í Hörpu nánast hvert einasta kvöld – margir þeirra skila tekjum til hússins.

En vitaskuld er borgað með Sinfóníuhljómsveitinni og Íslensku óperunni. Þessar stofnanir njóta ríkisstyrkja. Það er þá spurning hvort menn vildu leggja þær niður um leið og starfsemina í Hörpu ellegar flytja þær í önnur hús.

Ef Sinfónían og Óperan hættu störfum væri það mikið rof í íslenskri menningarpólitík. Sinfóníuhljómsveitin hefur starfað síðan 1950, Óperan síðan 1981. Þessar stofnanir eru eins og kórónan á blómlegu tónlistarlífi á Íslandi. Önnur leið væri að flytja starfsemina, þá færi Óperan aftur í Gamla bíó og Sinfónían aftur í Háskólabíó.

Þess er að geta að miðasala á Sinfóníutónleika hefur næstum tvöfaldast síðan hljómsveitin flutti í Hörpu.

En það er ekki eins og þessar stofnanir sitji einar að Hörpu. Þar er fjöldi atburða á næstunni. Afmælistónleikar Dúmbó & Steina, endurteknir tónleikar Pálma Gunnarssonar, tónleikar Ásgeirs Óskarssonar, Nýdanskrar, Emmsje Gauta, Laddi lengir lífið, Ævintýrasöngleikurinn Skilaboðaskjóðan og skemmtun undir yfirskriftinni Þú getur, hún er til styrktar geðsjúkum. Og brátt líður að Iceland Airwaves þar sem meðal annars kemur fram hin sögufræga sveit Kraftwerk.

Svo má lengi telja.

url-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir