fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Gölluð undirskriftasöfnun

Egill Helgason
Laugardaginn 7. september 2013 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandinn við undirskriftasöfnun með flugvelli í Vatnsmýri er að hún byggir á áróðri og mjög lélegum upplýsingum.

Ekkert er leitast við að útskýra hvaða kostir kunni að vera í boði. Það er mikið látið með sjúkraflugsrökin – eins og ástand sjúkraflugs í landinu sé frábært.

Sem er alls ekki.

Sjúkraflugið hlýtur líka að þurfa að skoðast í ljósi ástands heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Það er í mikilli og almennri kreppu.

Því miður boðar þetta ekki gott fyrir umræðu í landinu. Menn hrópa hver að öðrum yfir markalínur – sveitavargar gegn latteliðinu í Reykjavík. Flugvallarmálið virðist vera sérstaklega vel til þess fallið að ýfa geð þjóðarinnar.

Annað sem er áberandi við þessa undirskriftasöfnun er hversu hún tengist framboðsmálum í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Sagt er að einn forsvarsmaður söfnunarinnar hafi gert borgarpólitíkusum flokksins grein fyrir að þeir þyrftu ekki að kemba hærurnar ef þeir stæðu fast á því að flugvöllurinn færi – og að krafti Hádegismóa yrði beitt gegn þeim ef þeir sæju ekki að sér.

Sérstaklega virðist þetta eiga að bitna á Gísla Marteini Baldurssyni, þeim borgarfulltrúa flokksins sem hefur mesta þekkingu og áhuga á skipulagsmálum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?