fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Rifist um menninguna – en hver er raunveruleikinn?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. september 2013 18:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upphlaup sem varð út af fjárveitingum til menningarmála er dæmigert fyrir umræðuna á Íslandi.

Grímur Gíslason  í Vestmannaeyjum segist telja að megi skera niður í menningarmálum um 40 til 60 milljarða.

Okkur varðar í sjálfu sér ekki mikið um skoðanir þessa manns, en þær eru gerðar að frétt. Hann er þó sveitarstjórnarmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en ræður náttúrlega litlu um ríkisfjármálin. Og þá er fjandinn laus.

Vestmannaeyingar eru kallaðir öllum illum nöfnum á netinu. Rithöfundurinn Sjón segir að besta fólkinu í Vestmannaeyjum hafi verið rænt af Tyrkjum.

Svona er auðvitað hægt að rífast áfram og líklega hafa sumir gaman af því.

En svo má skoða tölurnar eins og þær eru í alvörunni.

60-70 milljarðar króna fara í heildina í málaflokka sem heyra undir menntamálaráðuneytið. En þar er menntakerfið miklu stærri póstur en menningin.

En hér má sjá hvernig tölurnar líta út í nýlegri skýrslu um stuðning við skapandi greinar. Framlögin 2012 eru allt í allt um 10 milljarðar. Þau hafa lækkað frá því árið 2009 – enda stóð yfir tímabil niðurskurðar. Fjárveitingarnar hafa lækkað að nafngildi – og auðvitað enn meira að raungildi. Þarna má líka sjá skiptinguna milli greina.

 

Screen Shot 2013-09-04 at 3.54.57 PM

Svo má líka vísa í aðra skýrslu sem gerð var um hagræn áhrif skapandi greina. Þau eru ansi mikil miðað við það sem ríkið leggur í þennan málaflokk – og geta talist einn helsti atvinnuvegur á Íslandi. Veltan er sögð vera um 200 milljarðar króna – og störfin sem skapast um 10 þúsund. Segir að auk þess að hafa hagrænt gildi hafi skapandi greinar menningarlegt gildi, virki sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn og auki lífsgæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?