fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Cohn-Bendit vill hernaðaríhlutun í Sýrlandi

Egill Helgason
Laugardaginn 31. ágúst 2013 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Cohn-Bendit, helsti leiðtogi stúdentauppreisnarinnar í Frakklandi 1968 er líka forystumaður Græningja bæði í Frakklandi og Þýskalandi.

Cohn-Bendit er í viðtali við Der Spiegel þar sem hann segist vera fylgjandi hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Hann varar vinstri hreyfinguna við því að láta ódýrt Bandaríkjahatur stjórna gerðum sínum í kosningabaráttunni í Þýskalandi. Það þýði ekki að elta afstöðu Rússa. Annars hefði til dæmis íhlutunin í Kosovo verið óhugsandi.

Cohn-Bendit segir að Assad Sýrlandsforseti hafi farið yfir ákveðna línu með því að beita efnavopnum gegn þjóð sinni. Hann sé til í að gereyða þjóðinni bara til að halda völdum. Hann stundi þjóðernishreinsanir til að hrekja súnníta á brott.

Cohn-Bendit vill þó að hernaðaraðgerðir byggi á samstöðu Vesturlanda. Það væri afar slæmt ef Bandaríkin væru ein síns liðs. Það þurfi að stefna að vopnahléi í Sýrlandi undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Þýskaland og önnur lönd í Evrópu ættu að taka þátt í hernaðaraðgerðunum, segir þessi gamli leiðtogi vinstri manna

p daniel cohn-bendit

Cohn-Bendit, „Rauði Danni“, varar vinstri hreyfinguna í Þýskalandi við ódýru Bandaríkjahatri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn