fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Vinstrið og sameiningin

Egill Helgason
Mánudaginn 26. ágúst 2013 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er enn rætt um sameiningu vinstri manna. Það er reyndar merkilegt að frumkvæðið kemur úr herbúðum Vinstri grænna. Í þann flokk fór fólkið sem vildi ekki vera með í Samfylkingunni á sínum tíma.

Forsendur fyrir þessu eru tvíþættar.

Annars vegar er að í síðustu kosningum fór fram mikil hreinsun í VG. Flokksmenn sem höfðu verið óþægur ljár í þúfu ríkisstjórnarinnar forðuðu sér hver sem betur gat, flokkurinn sá á bak Lilju Mósesdóttur, Jóni Bjarnasyni, Hjörleifi Guttormssyni og mörgum fleirum.

Hitt er að innan raða VG er kominn fram leiðtogi sem virkar eins og sameiningarafl. Þetta er Katrín Jakobsdóttir. Henni tókst að sitja í óvinsælli ríkisstjórn og halda vinsældum sínum. Hún nýtur virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna. Líklegt er að Samfylkingarfólk gæti upp til hópa sætt sig við að hafa hana í forystu – líklega fremur en núverandi formann, Árna Pál Árnason.

En svo er annað sem mælir á móti þessu fyrir vinstri flokkana.

Undireins og svona flokkur eða kosningabandalag yrði til er líklegt að öflin til vinstri við hann myndu hugsa sér til hreyfings. Þetta er ákveðinn hluti hins pólitíska litrófs – og getur talið upp í tíu prósent eða jafnvel meira. Alls staðar á Norðurlöndunum starfa flokkar til vinstri við stóru jafnaðarmannaflokkana.

Og svo er hitt að nær miðjunni er komið upp stjórnmálaafl sem er að gera það gott. Þetta er Björt framtíð/Besti flokkurinn. Það kennir sig við frjálslynda miðjustefnu og er farið að starfa á Evrópuvettvangi með slíkum flokkum. Drjúgur hluti af vinstra fylginu leitaði þangað í síðustu kosningum – að maður tali ekki um síðustu sveitarstjórnarkosningar – og virðist ekkert vera á leiðinni til baka.

image_preview

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling