fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Að vernda gamla byggð – eða bílastæði

Egill Helgason
Sunnudaginn 25. ágúst 2013 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er algjörlega sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um að það sé út í hött að Landsbankinn byggi nýjar höfuðstöðvar meðan staða hans er svo óviss.

En ég er ekki endilega sammála honum um að ekki megi byggja ný hús út við Tryggvagötu þar sem nú er hraðbraut, stórt bílastæði og ljótur gafl á Tollstöðvarbyggingunni.

Harpa reis þarna og er til mikillar prýði. Þetta er bygging sem er gaman að horfa á úr ýmsum áttum. Væntanlega verður byggt þarna lúxushótel – það vær ætíð forsenda þess að Harpa nyti sín sem ráðstefnuhús.

Og svo bætast jafnvel fleiri byggingar við. Það er varla svo að við ætlum að ekki að leyfa nýbyggingar í Miðborginni þótt við kappkostum að vernda gömlu byggðina á Laugavegi, í Kvosinni og í Þingholtunum. Mestu spjöll sem hafa verið unnin á gamalli byggð eru reyndar í Skuggahverfinu – þar er ennþá verið að framkvæma.

En þarna út við höfnina er ekki neitt. Einstöku sinnum koma skemmtiferðaskip og leggja þar að. Hin eiginlega hafnarstarfsemi er komin miklu vestar, þegar nær dregur Grandanum. Hún er ómetanleg fyrir Reykjavík, sem er stærsta fiskihöfn landsins.

Það er talað um útsýnið til Esjunnar. Nú er ég einn af fremur fáum sem búa í hinni eiginlegu Miðborg. Ég er með þetta allt fyrir augunum á hverjum degi. Það er nóg framboð af útsýni til Esjunnar. Raunar lokaði Harpa útsýninu til fjallsins af útitröppunum hjá mér.

En ég sakna þess ekkert sérstaklega. Mér finnst upplýst Harpa afskaplega notarleg að sjá.

harpa-lights02_go

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB