Það er erfitt að ímynda sér að starfsmenn úr kínverska sendiráðinu í Reykjavík viti ekki að óheimilt er að veiða í laxveiðiám án þess að hafa tilskilin veiðileyfi.
Maður hlýtur að gera ráð fyrir því að sendiráðsstarfsmennirnir séu sæmilega upplýst fólk – ekki fáfróðir bændur.
Auðvitað veit maður ekki, en þetta virkar eins og algjört virðingarleysi.
Það fylgir svo sögunni að beitan sem Kínverjarnir notuðu í Laxá í Kjós var ekki mjög hefðbundin, heldur munu þeir hafa verið með spún og beitt svínakjöti framan á hann.