Pressan birti fyrir stuttu þessa frétt þar sem má sjá verð á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu eins og það birtist í auglýsingu frá leigumiðlun.
Verðið er svo hátt að mann setur hljóðan. Þarna er til dæmis 80 fermetra, 2 herbergja íbúð við Tryggvagötu, á 285 þúsund krónur.
35 fermetra íbúð í Garðastræti á 143 þúsund krónur. 53 fermetrar á Grettisgötu fyrir 190 þúsund.
Ef þetta er dæmigert fyrir verðið á leigumarkaði er þarna alvarlegt krísuástand. Hvað þurfa þeir sem leigja að borga hátt hlutfall af tekjum sínum í húsaleigu?
Er vandi þeirra kannski alvarlegri en þeirra sem þurfa að standa undir húsnæðislánum? Þeir sem leigja eru oft efnalítið fólk og ungt fólk. Maður sér ekki betur en að mánaðarlegar greiðslur séu talsvert hærri en afborganir af lánum vegna eigna af þessari stærð.