fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Heillandi Ragnheiður í Skálholti

Egill Helgason
Laugardaginn 17. ágúst 2013 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var töfrum hlaðið kvöld í Skálholti í gær þegar Ragnheiður, ópera þeirra Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar var flutt.

Þetta er konsertuppfærsla á þessu nýja verki. Í raun væri nauðsyn að taka það og setja á svið í Reykjavík. Í óperunni eru bæði einsöngsatriði og söngvar fyrir kór – og það er líka gert ráð fyrir dönsum. Það er mikil dramatík í verkinu – aðalpersónurnar Ragnheiður og Brynjólfur biskup, faðir hennar, birtast okkur ljóslifandi.

Ragnheiður full af æskuvonum, hinn einstrengingslegi Brynjólfur sem endar sem umkomulaust gamalmenni sem öllu hefur glatað.

Jú, þetta á heima á sviði.

Sagan hefur löngum verið Íslendingum hugleikin – örlög biskupsdótturinnar sem þurfti að sverja af sér samneyti við ástmann sinn í helstu dómkirkju landsins, en eignaðist síðan barn í meinum.  Og faðir hennar, sem var helsti andlegi höfðingi landsins á 17. öld.

Það hafa verið skrifaðar skáldsögur og leikrit um þessa atburði – jú, og miðlar landsins voru á árum áður sífellt að reyna að ná sambandi við Ragnheiði til að komast að því hvort hún hefði svarið rangan eið.

Ein eins og sagan er sögð af þeim Gunnari og Friðrik verður þetta fyrst og fremst harmleikur sem orsakast af skilningsleysi og blindu. Eftirsjáin verður svo afar sár þegar

Ragnheiður dó aðeins 22 ára gömul, og sonur hennar, barnið sem hún átti með Daða Halldórssyni, andaðist 11 ára gamall. Þá stóð Bryjólfur uppi einn.

Það var afskaplega innileg stund í kirkjunni þegar sögunni vatt fram. Tónlist Gunnars er afar falleg, með hrífandi einsöngsköflum en líka kröftugum atriðum þar sem söngvarar og kór syngja saman. Ítalska óperan eins og við þekkjum hana er ekki fjarri – og stundum heyrir maður óma fra Mahler sem Gunnar dáir mjög. Texti Friðriks er svo hreint afbragð – dregur fram hið mannlega í sögunni, miskilninginn, einsemdina og ástarþrána.

Það er eins og ég segi. Í höndum góðs leikstjóra gæti þetta verið sviðsverk sem myndi draga að fjölda áhorfenda – og það er sannarlega ekki algengt þegar nýjar óperur eiga í hlut.

431849_131058330433847_1160798237_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB