fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Stjórnarandstaðan og baráttumálin

Egill Helgason
Laugardaginn 17. ágúst 2013 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er líklega skynsamlegt af stjórnarandstöðuflokkum sem hafa tapað stórt í kosningum að hafa sig hæga fyrstu mánuðina eftir þær.

Ný ríkisstjórn á sviðið. Hún virkar nokkuð ringluð – ef fylgið fer af henni er það vegna framgöngu hennar sjálfrar, ekki stjórnarandstöðunnar.

Samfylkingin er í mikilli krísu. Hún er með nýjan formann sem tapaði stórt í kosningunum, nýtur ekki almenns trausts í flokknum og vekur sífellt upp minningar um það sem miður fór í síðustu ríkisstjórn: Hina misheppnuðu skjaldborg, ESB-umsóknina sem rann út í sandinn og stjórnarskrána sem aldrei varð.

Formaður Vinstri grænna er öðruvísi. Hún nýtur mikilla vinsælda langt út fyrir flokk sinn. Að nokkru leyti má segja að hún hafi teflonhúð. Hún var varaformaður flokks síns og menntamálaráðherra öll ríkisstjórnarárin, en henni er af einhverjum ástæðum aldrei kennt um neitt af því sem klúðraðist.

Nú gætu Vinstri græn hafa eignast baráttumál sem dugir þeim. Það er Norðlingaölduveita. Bæði Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir stíga fram nú um helgina og mótmæla áformum um Norðlingaölduveitu.

Landsvirkjun er að vinna í nýjum hugmyndum um hvernig veitan gæti litið út þannig að umhverfisáhrifin séu sem minnst.

Og raunar er það svo að markstangirnar hafa nokkrum sinnum verið færðar við Norðlingaölduveitu – eða hver man ekki eftir úrskurði Jóns Kristjánssonar um veituna sem þótti Salómonsdómur á sínum tíma?

Nú hefur friðlandið við Þjórsárver verið stækkað svo að það nær langt út fyrir verin. Það heldur því enginn fram að Norðlingaölduveita í breyttri mynd gæti skaðað þau. Slíkur málflutningur er bara villandi. Nei, nú er talað um þrjá fossa og varðveislu ósnortins víðernis.

Á móti kemur Landsvirkjun sem segir að Norðlingaölduveita valdi afar litlu raski, hún sé afar hagkvæm og að nýting virkjana neðar við Þjórsá stórbatni við lagningu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB