fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Menntun, menning og upphafning fáfræðinnar

Egill Helgason
Föstudaginn 16. ágúst 2013 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt aðalvandamál þjóða í arabalöndum og víða í Afríku er skortur á menntun og menningu. Það vantar upplýsta millistétt sem er undirstaða þess að fjölmiðlun, bókaútgáfa og menningarstofnanir fái að dafna. Í raun er ekki von á að lýðræði eða almennilegt réttarkerfi nái að skjóta rótum í þessum ríkjum fyrr en menntunar- og menningarstigið hækkar.

Ein af ástæðum þess að svo illa fór þegar nýlendutímanum lauk var að hin nýfrjálsu ríki höfðu enga menntastétt. Það voru engir til að taka við þegar nýlenduveldin hurfu snögglega á brott. Það myndaðist tómarúm – í hverju landinu á fætur öðru náðu spilltir harðstjórar völdum, viðspyrnan var eiginlega engin. Það var ekkert borgaralegt samfélag.

Það er merkilegt að heyra menn tala niður til menntunar og menningar á Íslandi árið 2013 – og náttúrlega ekki í neinu samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem er lögð áhersla á eflingu bæði menningar og menntunar. Það má telja meðal helstu mála hennar. Það er menntunin og menningin sem öðru fremur veldur því að Ísland er til sem sjálfstæð þjóð, það sýnir saga okkar glöggt.

Menntun og menning hefur í för með sér að fólk verður víðsýnna, umburðarlyndara, gagnrýnna, siðmenntaðra – og með alvöru menntun fylgja líka efasemdir, það að geta séð mál frá fleiri en einni hlið. Í frægri bók, The Better Angels of our Nature, fjallar Harvardprófessorinn Steven Pinker um það hvernig ofbeldi á Vesturlöndum hefur snarminnkað með aukinni menntun. Þar er ekki bara um að ræða líkamlegt ofbeldi, heldur líka kúgun sem ýmsir hópar hafa mátt sæta.

Maður átti von á ýmsu í heiminum á 21. öldinni, en kannski ekki upphafningu á fáfræði og kreddum. Hana erum við að sjá hér á Íslandi – og auðvitað miklu víðar í veröldinni. Frumstæð árásargirni mannskepnunnar gýs alltaf upp í einhverri mynd. En við höfum menntunina og menninguna til að temja hana – enda var það löngum svo að menntun og sókn eftir menningu var talin helsta dyggð borgaralegs samfélags.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB