fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Sonur Billys Graham ekki velkominn – en faðirinn var dálkahöfundur í Mogganum

Egill Helgason
Föstudaginn 9. ágúst 2013 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru sannarlega breyttir tímar.

Um árabil birti Morgunblaðið pistla eftir prédíkarann Billy Graham undir nafninu Svar mitt.

Nú er sonur Billys, Franklin, á leið til landsins og þá upphefst mikil mótmælahreyfing. Það er meira að segja búið að panta öll sætin á samkomu með henni – svo þeir sem gætu viljað hlusta á hann í alvöru komast ekki að.

Kannski verður salurinn fullur af fólki sem baular?

Franklin er andsnúinn samkynhneigðum og telur þá grafa undan bandarísku samfélagi.

Billy Graham er sömu skoðunar, nú í hárri elli.

En aftur að Morgunblaðspistlunum. Þegar þeir voru að birtast var Graham mjög áhrifamikill maður. Hann er sagður hafa verið ráðgjafi sjö Bandaríkjaforseta í „andlegum málefnum“. Prédíkanir hans einkenndust ekki svo mjög af eldi og brennisteini eins og tíðkast oft meðal sjónvarpsprédíkara í Bandaríkjunum, heldur þótti hann alltaf meira „dipló“.

Og þannig var hann húsum hæfur í Mogganum.

Þeir sem muna Morgunblað þessara ára eru sjálfsagt ekki heldur búnir að gleyma öðrum andlegum ráðgjafa sem átti fastan dálk í blaðinu, það var stjörnuspá Jeane Dixon. Bæði Nixon og Reagan fylgdust með spádómum hennar – sem og lesendur Moggans.

16230555

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef