fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Hættan sem stafar af fjármálavaldinu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. ágúst 2013 02:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kom út skýrsla frá Ríkislögreglustjóra um alls kyns hættur sem geta steðjað að þjóðinni. Það er meðal annars fjallað um skipulagða glæpastarfsemi, mótorhjólagengi og hryðjuverkamenn.

Staðreyndin er samt sú að einna mest hætta stafar af aðilum sem koma lítið við sögu þarna – nefnilega fjármálastofnunum.

Fátt er hættulegra á Vesturlöndum en peningamenn og peningastofnanir sem hafa vaxið ríkisstjórnum yfir höfuð og geta valdið almenningi ógurlegum búsifjum með framferði sínu – líkt og við höfum skýr dæmi um.

Samt er það svo að menn æmta og skræmta ef á að koma lögum yfir fjármálamenn – og því miður reynast réttarkerfi afar vanbúin til þess. Það er miklu auðveldara að nappa einhvern sem stelur kjötbita eða kardimommudropum.

Og aftur er byrjaður söngurinn um að ekki megi hafa of mikið eftirlit, það sé of dýrt eða til trafala. En við sjáum hvað eftirlitsleysið eða vanhæfni eftirlitsins kostaði okkur síðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis