fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Íslendingar drekka lítið af áfengi – er stefnan kannski að virka?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. júlí 2013 23:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hvetur til þess að sala á áfengi sé rædd „án ofstækis“.

Ofstæki er varla gott orð í þessu sambandi – hér hefur lengi verið ríkiseinkasala á áfengi. Stundum heyrast raddir um að því mætti breyta, en þær fá yfirleitt lítinn framgang.

Meðal stjórnmálamanna er yfirleitt ekki mikill áhugi á þessu máli.

Elliði telur að einokunin sé ekki að virka. Hann segir að stöðug aukning hafi verið á sölu áfengis. Það er þó ekki alveg rétt, eins og hann nefnir reyndar innan sviga, kreppan hefur haft áhrif á söluna.

Þegar borið er saman við aðrar þjóðir drekka Íslendingar frekar lítið af áfengi. Það kann að koma sumum á óvart, en staðreyndin er sú að þótt Íslendingar drekki oft í óhófi og verði fullir, þá drekka þeir frekar sjaldan. Það tíðkast til dæmis ekki eins og í Bretlandi að fara út á pöbb eftir vinnu og fá sér tvo, þrjá eða fleiri bjóra.

Það er athyglisvert að sjá hvernig samanburðurinn er varðandi neyslu á vínanda, en það er mælikvarðinn sem er notaður á áfengisneysluna. Árið 2011 drukku Íslendingar 6,31 lítra af vínanda, þarna erum við með allra lægstu þjóðum í Evrópu. Norðmenn drekka meira en við og líka Svíar og Finnar svo ennþá meira. Allar þessar þjóðir hafa ríkiseinkasölu á áfengi.

En það er stórt stökk upp í Dani þar sem ríkir frjálsræði í áfengissölu. Danir drekka, samkvæmt ofannefndri töflu, tvöfalt meira en Íslendingar, eða 13,37 lítra af vínanda á ári. Bretland er á mjög svipuðu róli, með aðeins meiri neyslu en Danir.

Í Danmörku og Bretlandi er mjög auðvelt aðgengi að áfengi, það er hvarvetna fáanlegt og þykir eðlilegt að drekka við öll tækifæri. Á Íslandi er áfengi dýrt og frekar erfitt að nálgast það. En munurinn á neyslunni er sláandi.

Maður gæti jafnvel komist að þeirri niðurstöðu að áfengisstefnan á Íslandi sé að virka ágætlega.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn