Það var búinn til ótrúlegur lygavefur í kringum Sigga hakkara þegar FBI kom hingað til Íslands. Það var meira að segja spunnin upp einhver saga um tölvuárás á Stjórnarráðið. Tímaritið Wired segir að þarna hafi verið notaðar aðferðir frá því í baráttunni við skipulega glæpastarfsemi eða jafnvel frá tímanum þegar J. Edgar Hoover var að senda flugumenn í samtök sem börðust fyrir mannréttindum.
Ýmsir féllu fyrir þessari sögu, eða vildu gera það, eins og til dæmis ríkislögreglustjóri. Síðar ruku þingmenn upp í pontu á hinu háa Alþingi til að skamma Ögmund Jónasson fyrir að sparka FBI úr landi. Það var heldur betur hællærislegt.
Ögmundur brást hann nákvæmlega rétt við.
Siggi var til sölu fyrir smápeninga, en líklega var það þó aðallega spennan sem hann var að sækjast í. Hann hefur mjög sérstaka skynjun á veruleikanum, vægast sagt. Þeir sem fóru með málið inn í þingsali hefðu vel getað leitað sér upplýsinga um það, en hugsanlega sýndu fjölmiðlarnir of mikla tillitssemi. Í grein Wired segir að hann hafi tilhneigingu til að ljúga.
Tilgangurinn með öllu þessu brölti var að njósna um WikiLeaks og þá líka íslenska borgara sem tengdust samtökunum – eins og lesa má um á vef Wired.