fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Ferðamenn – frelsi og troðningur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. júní 2013 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt einkenni þeirra tíma sem við lifum á er að fólk ferðast.

Það var ekki svona: Sjálfur kom ég til útlanda fyrst þegar ég var 13 ára. Núorðið myndi það þykja gamalt.

Þjóðir eins og Kínverjar og Rússar eru líka farnar að ferðast í stórum stíl: Fólk þaðan bætist í hinn mikla ferðamannastraum.

Á Íslandi stefnir fjöldi ferðamanna óðfluga í milljón manns á ári, brátt verður hann líklega þreföld íbúatala landsins.

Menn eru vanir að heyra eintómar vondar fréttir frá Grikklandi, en hér er búist við metári í ferðamennsku eins og á Íslandi.

Aukningin er um tuttugu prósent frá síðasta ári, það er búist við sautján milljón ferðamönnum. Það er meira en ein og hálf íbúatalan.

Auðvitað er þetta mestanpart gleðilegt – öll þessi ferðamennska er merki um að við lifum á tímum þegar ríkir frelsi. Fólk sem ferðast verður yfirleitt víðsýnna en það sem situr heima.

Heimskt er heimaalið barn.

En troðningurinn á ferðamannastöðum heimsins eykst stórlega. Það er borin von að menn geti notið staða eins og Santorini, Sixtínsku kapelunnar eða Gullfoss í hljóðri íhugun. Líklegra er að manni verði rutt um koll af kínverskum ferðamannahópi.

images-3

Ferðamenn troðast um götur hinnar ægifögru eyjar Santorini, þannig að nokkuð erfitt getur verið að njóta fegurðarinnar. Best er að vera þar síðla kvölds þegar hóparnir af skemmtiferðaskipunum eru farnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni