Verulega hefur hægt á undirskriftasöfnun til að mótmæla lækkun á veiðigjaldi.
Er hugsanlegt að þarna hafi áhrif vanhugsað upphlaup vegna tölvupóstsamskipta?
Undirskriftasöfnunin hafði í síðustu viku á sér yfirbragð sem var farið að líkjast þjóðarhreyfingu.
Því mörgum – og líka kjósendum núverandi stjórnarflokka – finnst skítt að fyrsta mál stjórnarinnar sé að lækka veiðigjaldið. Það mælist afar illa fyrir, vægast sagt.
En þegar þetta tölvupóstmál kom upp féll þetta allt í hefðbundinn stjórarandstöðupirring og snerist aðallega að koma höggi á ráðherrann fremur en sjálft veiðigjaldið.
Þetta voru mikil mistök.
Það á eftir að koma í ljós hvort aftur verði hægt að bása lífi í undirskriftasöfnunina. Miðað við ganginn sem var á henni í síðustu viku ætti að vera hægt að safna að minnsta kosti 40 þúsund undirskriftum.