fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Stórt stökk á nýjan leik í Kína

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. júní 2013 07:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfilegar eru hugmyndir Kínastjórnar um að flytja 250 milljónir manna í nýreistar borgir og bæi.

Þetta er gert til að auka hagvöxt, að því sagt er. Frá þessu er greint í New York Times.

Svona aðgerðir hafa stundum verið nefndar þjóðfélagsverkfræði – social engineering á ensku.

Í því sambandi má nefna samyrkjubúavæðingu Sovétríkjanna í upphafi fjórða áratugs síðustu aldar, og nokkur stórátök kommúnistastjórnarinnar í Kína, eins og samyrkjubúavæðinguna þar og Stóra stökkið sem var tilraun Maós til að iðnvæða Kína á stuttum tíma.

Reyndar má segja að þessar hugmyndir kínverskra stjórnvalda minni meira en lítið á Stóra stökkið. Það olli skelfilegum hörmungum.

Að baki liggur það viðhorf að tilgangurinn helgi meðalið, að réttlætanlegt sé að valda þjáningum og dauða í stórum stíl til að ná fram stjórnmálalegum eða efnahagslegum markmiðum.

Eiginlega finnst manni hrollvekjandi að ríkisstjórn sem stendur fyrir svonalöguðu eigi nú að verða sérstakur vinur Íslendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni