Einu sinni var talað um Alan Greenspan eins og hann væri guð almáttugur. Vera hans við stjórnvölinn í bandaríska seðlabankanum var talin eins konar trygging fyrir viðvarandi góðæri. Greenspan þjónaði undir tveimur forsetum, Bill Clinton og George W. Bush.
En nú er orðspor hans í molum. Greenspan lét reyndar þau orð falla eftir efnahagshrunið 2008 að þá hefði hugmyndafræðin sem hann aðhylltist líka hrunið – en hann var reyndar fljótur að fara að draga í land með það
Í viðskiptatímaritinu Forbes er úrdráttur úr grein eftir William H. Black, fyrrverandi fjármálaeftirlitsmann sem hefur tvívegis verið gestur í Silfri Egils.
Í fyrirsögninni er talað um epískt vanhæfi hans. Hann hafi aldrei gefið því gaum þrátt fyrir fjöldamargar ábendingar að fjármálastofnanir gætu stundað svindl. Þetta hafi verið katastrófa fyrir Bandaríkin og veröldina allra.
Greinin í Forbes endar með því að segja að Greenspan sé sennilega mesta – og hættulegasta – fífl í sögu bandarískra efnahagsmála.