fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Hvað er svona sérstakt við kjúklinga og svín?

Egill Helgason
Laugardaginn 8. júní 2013 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, aftekur að leyfa innflutning á kjúklingum- og svínakjöti.

Sigurður er dýralæknir, þingmaður mikils landbúnaðarhéraðs; það er reyndar hefð fyrir því að menn úr sveit séu landbúnaðarráðherrar, þannig var til dæmis um bæði Jón Bjarnason og Steingrím J. Sigfússon.

Reyndar er ekki víst að þetta bann standist EES saminginn. Við erum ennþá bundin af honum þrátt fyrir að til stand að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Við þurfum áfram að taka við tilskipunum frá Evrópu og höfum ekkert um það að segja hvort þær verði að lögum hér.

Landbúnaðarráðherrarnir hafa staðið dyggan vörð um kjúklinga- og svínaræktina, þótt miklar efasemdir séu um að þetta sé eiginlegur landbúnaður. Fyrir fáum árum bannaði Jón Bjarnason innflutning á kjúklingum þótt skortur væri á þessari vöru í landinu. Fólk skyldi gera sér að góðu að hafa eitthvað annað í matinn.

Oft er gripið til sjúkdómaraka í þessu máli, en þau halda ekki alveg. Salmonella hefur til dæmis margsinnis komið upp á íslenskum kjúklingabúum – og sjúkdómar geta líka hæglega borist með ferðamönnum eða farfuglum. Auk þess hefur verið flutt inn nokkurt magn af fugla- og svínakjöti.

Þannig að þetta snýst aðallega um að vernda íslenskan iðnað/landbúnað, enda segir landbúnaðarráðherrann að innflutningur „myndi að hluta kippa rekstrargrundvellinum undan þessum geira þar sem starfa þúsundir manns“.

Þetta kemur fram í viðtali við Bændablaðið. Takið eftir því að ráðherrann segir „að hluta“ – hvað sem það á að merkja?

Landbúnaðurinn á Íslandi nýtur gríðarmikillar verndar. En hvað vilja menn ganga langt í að vernda grein sem trauðla telst vera landbúnaður – verksmiðjubú með hænsnum og svínum eru það tæplega.

Hvernig myndi okkur verða við ef til dæmis væru settar svipaðar takmarkanir til að vernda íslenska sælgætisframleiðslu, húsgagnasmíði, nú eða kvikmyndir og tónlist?

Eða hvað er svona sérstakt við framleiðslu á kjúklingum og svínakjöti?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni